Ég hef verið hækkaður í tign í stúdentaleikhúinu úr ljósamanni í nokkuð stórt hlutverk svo nú hafið þið enga ástæðu ekki til að koma. Nú er komið að því að plögga smá:
Stúdentaleikhúsið kynnir:
Þú veist hvernig þetta er
Stúdentaleikhúsið sýnir um þessar mundir verkið Þú veist hvernig þetta er.Verkið er samið af stúdentum, sett upp af stúdentum fyrir stúdenta. Íslendingar eru furðuleg þjóð. Við erum best í öllu miðað við höfðatölu, það er dýrara að keyra of hratt en að misnota einhvern kynferðislega og þeir stjórnmálamenn sem stela frá okkur fá að launum stöður í stjórnum ríkisrekinna stórfyrirtækja, nú eða borgarstjórastólinn sjálfan. Við eigum slökkviliðsher og okkar eigið Idol og þing sem hlustar ekkert á hvað þjóðin vill. Svona sér Stúdentaleikhúsið þjóðina og það skorar á þig, hvort sem þú er sammála eða ekki, rauður eða blár, að koma og sjá sýninguna.
Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson.Frumsýning var 31. október, og eru sýningar þann 7., 9., 11., 12., 13., 21., 25. og 27. nóvember.
Sýnt er í Tónlistaþróunarmiðstöðinni – Hólmaslóð 2.
Pöntunarsími er: 6593483
eða á studentaleikhusid@hotmail.com
Miðinn kostar 1000 kr.-
Sýningin er ekki við hæfi barna!