Prófatími
Prófin nálgast allt of hratt. Það er kominn sá tími er maður óskar þess að hafa staðið sig aðeins betur undanfarnar vikur og mánuði. Óskar þess að hafa mætt í fleiri tíma, óskar þess að hafa lesið meira og betur og óskar þess að hafa lagt meira í skilaverkefnin. Ég er reyndar svo heppinn að standa ekki í þessum sporum núna. Ég er hinsvegar svo óheppinn að standa í þeim sporum að óska þess að hafa mætt einhvern tímann, lesið eitthvað og lagt eitthvað í verkefnin. Ég sé fram á það að falla og fallið er hátt. Úr glæsieinkunum niður í engar einingar fyrir önnina. Ekki bætir úr skák að búið er að bæta við aukasýningum á Þú veist hvernig þetta er. Ekki að það skipti nokkru máli. Gefur mér bara ágætis afsökun, get kennt stúdentaleikhúsinu um eigin anmarka.
...Best að hrista af sér slenið, setja Dylan á fóninn og halda áfram með bifdýraskýrslu. Sýning í kvöld og ég vona að Hannes sé hættur að gubba...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home