Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

nóvember 12, 2004

Gleðileg jól öll sömul!

Það eru tvær byggingar á jörðu sem sjást út úr geimnum. Annars vegar er það kínamúrinn og hinsvegar jólaskreytt þak Kringlunar.
Reyndar sjást hvorugt þessara mannvirkja úr geimnum en ég er viss um að þakið á Kringlunni sést alla leið til Svalbarða. Of framhleypin jólastemming hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Jólahlaðborð auglýst utaná strætu í byrjun september, jólakókómjólk komin í búðir í október og kringlan upplýst í byrjun nóvember. Ég vann ein jól í Blómavali og seldi þar jólaseríur. Byrjaði í byrjun nóvember að mig minnir, og þótti það vel. Róleg og afslöppuð jólastemmingin var notaleg. Svo þegar jólin fóru að nálgast fylltist búðin af stressuðum húsmæðrum og húsbændum í tímaþröng. Öll jólastemming fór fyrir lítið og ég var farinn að hata dansandi rafjólasveininn sem söng "jingle bells" allan sólahringinn. Svo fór að ég sagði upp á aðfangadag og bað þá að hringja aldrei aftur í mig.
Þannig jól vil ég ekki eiga aftur og þannig jól vil ég að enginn eigi, nokkurn tímann. Við erum svo gjörsamlega búin að tapa okkur. Ég ætla ekki að halda yfir ykkur fyrirlestur um hinn sanna anda jólanna. En þeir sem vilja vera með að krossfesta jólasveininnn á dollaramerki þakið jólaseríum eru velkomnir á plan Kringlunnar á tíma nánar auglýstur síðar.
Gleðileg jól og gleðilega páska.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|