Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

október 10, 2004

Enski drekinn og skytturnar 11

Þessa stundina er fyrirheitna landið England. Þaðan voru jú flestir krossfaranna. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að stafn skip míns stefnir suður eftir. Það eru ekki krossfarar sem kalla mig heldur skyttur. Lengi hefur mig langað á leik með Arsenal og svo ber við að félagi minn sir. Stu risi hefur boðið mér gistingu í miðri Lundúnaþokunni ef ég þori. Ég er að reyna að haga ferð minni þannig að ég geti séð skytturnar skjóta niður fleiri vesalinga og marsera áfram til æðstu metorða annars vega, og heimsækja frelsishetjuna blámálaða bróður minn í norðri hinsvegar. Það gengur mjög illa. Fyrst ber að nefna það okur sem tíðkast á enskum knattspyrnuvöllum. Einhver þarf jú að borga launin hans Henry (the first... among equals) en ég er hræddur um að pyngja mín leyfi ekki þann munað. Í öðru lagi er glæpsamlega langt á milli Lundúna og Glasgow borgar og í þriðja laga má pílagrímsför mín ekki taka of langan tíma. En þetta er ljón sem öll verða rist á hol með lensu minni og England mun falla. Sem Guð er mitt vitni mun ég koma bróður mínum til hjálpar og fella enska drekann!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|