Mótmæla skal því er á móti okkur mælir!
Í kvöld eru skipulögð mótmæli fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna klukkan 19.00. Þjóðarbókhlaðan lokar einmitt klukkan 19.00 og ætla nemendur að mótmæla því með því að setjast fyrir utan aðalinnganginn og halda áfram að lesa. Ég lýsi hér með yfir stuðningi við þetta uppátæki og jafnvel, ef ég finn mér tíma, ætla ég að sýna stuðning minn í verki og mæta. Ég verð þó um leið að viðra áhyggjur mínar og óánægju. Það er allt gott um það að segja að blása í herlúðra og marsera fram á vígvöllinn þegar að námsmönnum er vegið. Sýna samstöðu og samheldni og láta ekki allt yfir sig ganga. Mér finnst hinsvegar forgangsröðunin, eða öllu heldur gildismatið vera orðið brenglað hjá forkólfum stúdentaráðs. Stríðsbumbur eru barðar og sverðin brýnd þegar við meigum ekki læra fram á kvöld en það látið afskiptalaust þegar íslensk stjórnvöld réðust á annað fullvalda ríki með fulltyngi Bandaríkjamanna. Það er víst allt í lagi að sprengja einhverja araba út í eyðimörk í loft upp, bara ef við fáum námslánin okkar. Allt í lagi að leggja undir sig heilt ríki, en bara ef við fáum nýtt hús með stærsta glugga landsins. Hefði ekki verið eðlilegra að rísa upp á afturlappirnar þá og nota kraftinn sem í stúdentum býr og draga Davíð og Halldór upp úr skotgröfunum. Flengja þá svo vel og segja þeim að borða bara skyrið sitt.
Ég ætla að mæta í kvöld í vígahug. Ég bara vona að þegar Bandaríkin ráðast á Ísland að Írakar mótmæli. Verði ekki of uppteknir að mótmæla skertum oppnunartíma Moskvunar í Bagdad.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home