Hetjur og hórur
Öll þurfum við á fyrirmyndum að halda. Fyrirmyndum sem við lítum upp til og viljum líkjast. Þær hvetja okkur til dáða og fylla okkur eldmóð er á móti blæs. Vandinn er hinsvegar að vinsælustu fyrirmyndirnar eru þær sem okkur ber síst að líkjast.
Bernska mín er uppfull af slíkum kauðum. Ekki veit ég hvers vegna ég fann engan í mínu nánast umhverfi. Kannski vegna þess að allir karlmenn í kringum mig unnu skrifstofu vinnu sem ég áttaði mig snemma á að ætti ekki við mig. Þess vegna leitaði ég út fyrir 50 mílurnar og fann mína fróun þar. Þeir sem ég leit upp til voru: Ian Wright, orðljótur framherji Arsenal sem snéri sér svo að sjónvarpsspjall-þáttum eftir að ferlinum lauk, svo var það Roberto Baggio eða "the Divine Ponytail," og loks Neggerinn. Ekki er hér fallegur listi á ferð. Einn er það þó sem ber höfuð og herðar yfir alla þessa menn. Bond, James Bond. Nýlega endurnýjaði ég kynni mín við Sean Connery og hlakkaði ég svo mjög til að hitta fyrir gömlu kempuna, minn annan föður. En endurfundirnir fóru ekki á þann veg er ég óskaði mér. Þessi enski sjentilmaður skaut mann í hjartastað að stuttu færi eftir að kauði hafði tæmt úr byssu sinni og ekki hitt. Hann var sem sagt í raun vopnlaus og það vissi hetjan okkar. En það stoppaði ekki James okkar að klára verkið. Með brillíantín í hári og glott á vör gekk hann frá vel heppnuðu kvöldi og fór á stefnumót. Það sem meira er þá var fórnarlambið lítilfjörlegur jarðfræðingur! Það var svo sem allt í lagi, hann var hvort eð er að vinna með Rússunum.
Bond, þessi smjörgreiddi, smeðjulegi kvennhatari var sem sagt hetjan mín. Ekki misskylja mig að ég hafði og hef mjög gaman af James Bond en að líta upp til þessa manns... húffum púff.
Eitt er það þó sem James kallinn má eiga. Hann fylgir femínískri þróun í hvívetna og hefur það kvennfólk sem hann hefur áhuga á bæði þroskast og orðið harðara í gegnum tíðina. Í upphafi voru þetta bjargarlausar húsmæður sem hentu sér í fang hr. Bonds og sváfu hjá honum við fyrsta tækifæri. Voru sem sagt algjörar hórur. Nú á síðari tímum hefur þróunin hinsvegar leitt til þess að kellurnar eru harðari, gáfaðari og standast Bond jafnvel snúning, svona framan af myndunum alla vega. En eitt breytist ekki. Þær eru allar jafn fljótar að sofa hjá honum.
Bond er því allt sem ég vil vera en í senn allt sem ég vil als ekki vera. Hanns stærsti galli er þó að hann er ekki til. Það gerir allan samanburð erfiðan ef ekki vonlausan. Því óska ég eftir fyrirmynd. Eina skilyrðið er að hann verður að vera til. Ég þarf ferðafélaga á leið minni til fyrirheitna landsins. Hver bíður sig fram?
1 Comments:
Ég stend fastur í þeirri trú minni að þú finnir ekki betri fyrirmynd en mig! Legg það til að þú hefjir reglubundið upplit til mín og áttir þig á að þegar mér tekst að leysa mín vandamál verður heimurinn í senn betri og öruggari staður. Og svo verður bara skemmtilegra að lifa þá tíma.
En Bond er merkilegt fyrirmynd líka, og Ian Fleming, sá steindauði njósnari hennar Hátignar, hefði verið það líka ef hann hefði ekki verið svona hetjulegur lygari. Annars er líklega bara góður eiginleiki að vera lygari...
Hvurnig ganga annars tölvuleikjaspil? Ertu búinn með Rauða Dauða Hólkinn?
Skrifa ummæli
<< Home