Lagt af stað
Stundin er núna og dagurinn er í dag. Hér með hefst ferð mín til fyrirheitna landsins. Ég á enn eftir að finna hvar fyriheitna landið liggur, en með hjálp samferðamanna minna er ég hvergi banginn heldur stend í stafni í stormi sem logni.
Þið kunnið að spyrja ykkur sjálf hvert þetta fyrirheitna land er. Því miður get ég ekki svarað ykkur því. Það eina sem ég get gert er að leyfa ykkur að slást með í för.
Ég ætla mér ekki að segja frá daglegum raunum mínum og sigrum. Hef persónulega lítið gaman af því að lesa um drykkjufar annara og skólagöngu. Grámyglulegur hversdagsleikinn er okkur allt um kring og ég hef lítinn áhuga á að sletta honum upp um alla veggi. Þess í stað langar mig að lýsa sýn minni á því sem í kringum mig gerist og hvergi skulu skáldaorðin spöruð. Það kann að slæðast með ein og ein skemmtisaga en þeir sem til þekkja vita að þar verður aðeins um ýkjur að ræða. Hversdagsleiki vel kryddaður ýkjum og mareneraður í hvítum lygum, látinn lyggja milli hluta og sópað undir stól.
Þetta verður ferðasaga mín...
3 Comments:
Hlakka til að lesa ruglið í þér bróðir, og engar áhyggjur þó það verði lítið satt... ég spjalla við Berglind og fæ að heyra hvað "raunverulega" gerðist *glott*
Þá er eins gott að fara að hlusta á Tryggva! *Gúlp*
Kv. Big
Jú það er rétt. Hann er mesta hóran af þeim öllum.
Skrifa ummæli
<< Home