Krossfari á villigötum
Þegar ég var í menntaskóla hlakkaði ég mjög til háskólaáranna, þ.e. skólalega. Ég hélt að þegar maður væri kominn þetta langt þá findi maður eitthvað að læra sem ætti mjög vel við mann, maður hefði áhuga á og myndi njóta. Sjaldan hef ég haft jafn rangt fyrir mér. Nú er ég búinn með rúmlega tvö ár í líffræði og sé glitta í endamarkið. Það er vel en það er ekki vel hversu nálægt því ég er að hætta þessari vitleysu. Ég held að þið gerið ykkur ekki grein fyrir hversu leiðinleg líffræði í Háskóla Íslands er. Í fyrsta lagi eru kennararnir flestir rykfallin möppudýr sem kennt hafa í 200 ár og hafa engan áhuga á neinu nema rannsóknum sínum. Aðrir hafa brennandi áhuga á dreyfingu þanglúsar við Íslands strendur eða það sem verst er tölfræði. Líffræði snýst nefnilega um tölffræði. Bara tölfræði og ekkert annað en tölfræði.
Kúrsarnir sem ég er í eru hver öðrum leiðinlegri. Vistfræði spendýra, sem með réttu ætti að heita ,,vistfræði íslenska refsins í ótrúlega leiðigjörnum smáatriðum'' (refurinn er aðal rannsóknarefni kennarans). Grasafræði, en nafnið segir allt sem segja þarf. Verkleg erfðafræði sem er fáránlega mikil vinna miðað við eina fjandans einingu, og vistfræði... sem er bara tölfræði.
Eftir stendur tilraunadýr og vísindarannsóknir sem er skemmtilegur kúrs. Auðvitað er kennarinn dýralæknir og fagið bara tvær einingar þannig að sú gleði er skammvinn.
Þetta er kannski of mikil neikvæðni hjá mér. Það eru vissulega skemmtilegir og góðir kennarar inn í milli og sum fög áhugaverð. En þegar öllu er á botninn hvolft þá langar mig ekki að vera líffræðingur.
Krossfarinn er villtur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home