Undirgefni almúgans.
Af hverju eru íslendingar svona miklir aumingjar þegar það kemur að kúgun yfirvalda?
Sumir segja að þetta sé greypt inní þjóðarsálina. Við höfum látið berja á okkur í aldanna rás og ekki haft nokkur tök á að verja okkur. Þess vegna hafi þjóðin þróað með sér einhvers konar skíta-þol, þ.e. þolir einkar vel að láta drulla yfir sig. Ég held að þetta sé ekki svo fjarri lagi. Þ.e.a.s. að við séum einkar dugleg að láta taka okkur í rassgatið vaselín laust... og það með bros á vör. Hvergi annars staðar fá brottreknir bankastjórar þægilegar sendiherra stöður eftir að hafa boðið sér og sínum í lax og út að borða. Allt á kostnað Seðlabankans. Hvergi annars staðar er mönnum í sveitastjórnum sem ráðið hafa alla sína nánustu í opinberar stöður umbunað með þingsæti. Hvergi annars staðar fá dæmdir þing-glæpa-amenn sem hafa orðið uppvísir af múturþægni, þjófnaði og yfirhilmingu að sitja í stjórn ríkisrekna stórfyrirtækja... og það á meðan þeir eru enn á skilorði!
Við erum Íslendingar og sem slíkir erum við lang fyrigefnasta þjóð í heimi. Öllum er fyrirgefið allt. Andi Jesú Krists svífur yfir vötnum. Persónulega hefði ég viljað setja ónefndan “þingmann” í gapastokk og stilla honum upp á Austurstræti. Svo fengi hver sá sem hann stal frá, það er öll þjóðin, eitt högg með flötum lófa beint á rassinn á honum. En því miður vorum við ekki einhuga um það, ég og þjóðin, svo nú situr hann í stjórn, með fín laun og límir saman steina sem hann kallar svo listaverk.
Já, ég er stoltur af íslenskri stjórnsýslu og þolinmæði kjósenda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home