Af-hverju-mæli
Í gær átti ég afmæli og þið sem ekki sendu mér kveðju ættuð að skammast ykkar.
Þetta er í raun frekar kjánaleg hefð. Fagna því á tólf tungla fresti að maður fæddist. Ég man lítið ef nokkuð frá fæðingardegi mínum. Var held ég frekar erfiður fyrir fjölskyldu mína. Mamma fór á spítala, pabbi fékk stress kast, Torfi þurfti að fara eitthvert í pössun og ég endaði í súrefniskassa. Var á heildina litið frekar slæmur dagur.
Þrátt fyrir það eru afmæli ekki bara skemmtileg heldur nauðsynleg. Að geta fagnað á annars ómerkilegum dögum, farið í sitt fínasta púss og sínt velþóknun sína á samferðafólki og boðið því í kaffi. Það svo geldur í sömu minnt og gefur manni pakka. Svona til að segja að þú sért nógu merkilegur til að ein klukkustund úr vinnudegi viðkomandi var helguð því að safna fyrir gjöf til þín. Það að fólk mæti í slík boð og fagni endurtekið fæðingu þinni sýnir líka svo ekki verði um villst að koma þín í þennan heim var og er mörgum fagnaðarefni. Þrátt fyrir að maður hafi fæðst með gulu.
Síðasta ómerkilega miðvikudag hélt ég fæðingarfögnuð og fékk til mín það frændfólk sem gengur mér næst að tunglhringjafjölda. Það var ósköp notalegt og ég fékk margar góðar gjafir. Þar sem ég er mjög slakur í að þakka fyrir mig vil ég koma á framfæri þökkum til þeirra sem gáfu mér bæði viðveru og veraldlegt glingur, glingur sem mér þykir vel vænt um. Þarna áttum við notalega stund og með hjálp góðra vina eins og Betty Croocker og Barbi gat ég haft kökur á borðum, eins og vera ber í afmælisveislum.
Sjálfan afmælisdaginn var ég svo umvafinn vinum úr stúdentaleikhúsi og þar kom afmæli mitt sér sannarlega vel. Við gátum ekkert æft sökum ómannúðslegs hávaða í æfingarhúsnæðinu og þá fórum við öll á barinn. Þegar á 11 var komið var ekki laust við að yfir fólki héngi slæða samviskubits og tilgangsleysis því ekkert var tilefnið fyrir virkudagsdrykkju önnur en niðurfelling æfingar. En bíðiði hæg. Tryggvi átti afmæli. Þarna var komið bæði tilefni og ástæða, sem einmitt er það sama. Allir tóku gleði sína á ný og sungu og skáluðu af miklum móð það sem eftir lifði kvölds.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home