Meira um hetjurnar okkar
Bjartur félagi minn kom með skemmtilega líkingu varðandi hetjurnar okkar. Þeir eru eins og littlir strákar sem bannað var að hlaupa yfir götuna. Þeir gerðu það engu að síður og sluppu með skrekkinn. Bílstjórinn nefnilega sveigði af veginum til að forðast árekstur en klessti í stað þess á tvær ungar stúlkur á gangstéttinni. Strákunum er svo hrósað fyrir snarræðið og sagt að þarna hefðu þeir gert vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Misskilingur minn varðandi yfirmanninn, sem stóð að teppaförinni hættulegu, var leiðréttur í gær. Hann er ekki einhver bandarískur liðþjálfi heldur íslenskur hjálparsveitamaður. Hann er þá væntanlega hetja líka. Kannski að hann fá sæti í stjórn einhverra af stóru ríkisfyrirtækjanna eins og Árni Jónsen. Fái ríkulega launað fyrir góð störf í okkar þágu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home