Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

nóvember 01, 2004

Hetjurnar snúa heim - húmbúkk

Þeir lentu í ótrúlegum hremmingum og eru heppnir að sleppa lifandi. Þeim er tekið fagnandi við heimkomuna og þeir eru sannar hetjur... samkvæmt öllum fjölmiðlum á Íslandi. Húmmbúkk segi ég!
Hvern djöfulinn eru íslenskir slökkviliðsmenn að gera útá götu í Kabúl með alvæpni? Tökum þetta út. Þeir fara í "missjón" eins og þeir kalla það, sem kemur friðargæslu nákvæmlega ekkert við. Þeir skoða aðstæður á Chicken street tveimur dögum fyrr sem þýðir að þessi aðgerð var skipulögð. Þeir stóðu á verði fyrir utan teppabúðina með alvæpni og skimuðu eftir leyniskyttum og svo sprakk allt í loft upp.
Þeir voru s.s að gera eitthvað sem er langt fyrir utan starfssvið þeirra, á okkar kostnað, og án þess að hafa þjálfun í það. Þeir segjast ekki vera hermenn en samt standa þeir á verði með byssur að passa leyniskyttur. Þeir vissu af hættunni en fóru samt. Ég vissi ekki að starf slökkviliðsmanna væri svona fjölbreytt. Hvað í fjandanum voru þeir að gera? Svo er þeim hygglt sem hetjum! Þeir eru svo heppnir að vera lifandi. Kraftaverk! Húmbúkk. Það er þeim að kenna að 11 ára stelpa er dáin. Það er þeim að kenna að 23 ára kona er dáin og það er engum nema þeim að kenna að þeir séu slasaðir sjálfir. Ef þeir hefðu ekki farið út að versla á götu sem búið var að vara þá sérstaklega við hefði littla stúlkan aldrei dáið og bandaríska konan væri enn á lífi. Þvílíkar hetjur.
Ég er svo stoltur af íslenska hernum okkar. Takk Björn, takk Halldór og takk Davíð. Munið bara að senda fjölskyldu littlu stelpunar jólakort og þakka fyrir stuðninginn við hervæðingu Íslands.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|