Andstæðingar krossfarans
Ég er farinn að fá comment á friðargæslu-færslurnar mínar frá einstaklingum sem ég þekki ekki neitt. Mér finnst frábært ef fólk er farið að ramba inná síðuna mína og lesa það sem ég hef að segja.
,,Jóli" hafði t.d. þetta að segja um eina af færslum mínum: ,,Vá hvað sumir eru greinilega sárir og fúlir yfir því að hafa ekki komist í friðargæsluna, þú ert eins og leikskóla barn sem fékk ekki eins liti og hinir strákarnir, Vælir og klagar. Hvað í óskupunum er í gangi hjá þér vinur. Það er kominn tími á að kíkja til sálfræðings og láta hann skoða toppstikið á þér. Þú veist ekki baun hvað þú ert að tala um, því ráðleg ég þér að snúa þér að öðrum málefnum."
Mér þykir frábært að fá svona skoðanaskipti á síðunni minni og vona að fólk skilji sem oftast eftir orð sín. Hinsvegar eru þeir sem ekki þora að skrifa undir nafni vinsamlegast beðnir um að halda eigin heigulshætti fyrir sig.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home