Meira um (ó)friðargæslu
Af hverju sagði enginn neitt?
Nú er svo komið að makar friðargæsluliða hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að mjög svo ósmekkleg áletrun á bol þeirra félaga hafi verið gegnrýni á yfirmann þeirra. Þessu er erfitt að trúa þar sem þeir þvertóku fyrir allt slíkt við heimkomuna. Ég skil þetta ekki. Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu bundnir einhvers konar þagnareið eða hvort þeir megi ekki, einhverra hluta vegna, tjá sig um málið. Það heyrist ekki múkk í þeim, eða félögum þeirra sem ekki voru með í teppaleiðangrinum, ekki einu sinni þessum sem missti aðra jólakúluna. Af hverju ekki. Ég veit ekki hversu margir Íslendingar eru á Kábúl flugvelli en þeir hljóta að vera þó nokkrir. Af hverju sagði aldrei neinn neitt?!!? Þeim voru fengin vopn í hendur og sendir út í hættulega leiðangra. Ég á erfitt með að trúa að þetta hafi verið í fyrsta skiptið. Eru virkilega allir þessir menn svo gegnsýrðir af hervæðingunni að þeir gleyma að þeir séu slökkviliðsmenn? Eða er þetta þjóðareinkenni Íslendinga að brjótast fram, láta allt yfir sig ganga og gera bara það sem manni er sagt? Ég neita að trúa að þeir séu allir annað hvort stórir strákar í tindátaleik, eða heimskar kindur! Hvað gerðist?
Síðan hvenær er slökkviliðsmönnum óheimilt að gagnrýna starfsaðferðir yfirmanna sinna, sérstaklega ef þær stefna þeim og félögum þeirra í hættu? Verða þeir dregnir fyrir herdómstól eða kærðir fyrir landráð. Er kannski búið að stofna íslenskan her án okkar vitundar. Nei, því ef þjálfa á her tekur það lengri tíma. Elsku Davíð, Björn og Halldór. Slökkviliðsmenn með byssur eru ekki hermenn. Ég bið ykkur. Hættiði þessari vitleysu áður en fleiri sakleysingjar deyja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home