Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

maí 08, 2008

Alvarleg slys

FL Group tapaði 47,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hvernig er hægt að tapa svona miklum peningum? Og ef einhver á svona mikla peninga, af hverju hættir hann ekki að braska og kaupir sér þotu, smókíng og hitabeltiseyju og fer á ball?
,,Það er vegna þess að þetta er þeirra líf, þeirra útrás og þeirra spenna," kunna einhverjir að svara. Geta þeir þá ekki alveg eins spilað Lúdó og lagt undir 5 milljarða í hvert skipti?

Og úr einu yfir í annað. Í dag var gengið gegn slysum á Íslandi til þess að (tekið beint af mbl.is): ,,[...] vekja almenning til umhugsunar hve slys geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar."
Vá. Það þurfti heila göngu til þess að minna okkur á það. Frábært framtak, en örlítið misheppnað orðalag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|