Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

janúar 27, 2005

Árni klofintunga snýr aftur

Það eru færri menn sem ég ber minni virðingu fyrir en Árni Johnsen. Ég sefi að við hlekkjum hann við blýkúlu og látum hann grafa göngin sjálfur. Fyrst hann getur ekki einu sinni segt þeim sem mest hafa stutt hann satt þá á hann sér ekki viðreisnar von.

|

janúar 20, 2005

Kóngurinn og peðin

Íslensk yfirvöld hafa boðið Bobby Fisher velkomin til landsins og vilja veita honum griðarstað frá hinum illu ameríkönum. Greyið maðurinn gerði ekki neitt rangt en hans eigin þjóð ofsækir hann nú og núverandi gestgjafar hafa fengið nóg af honum. Auðvitað berst hjálparboð úr norðri. Fámenn víkingaþjóð, sem samanstendur mest af óttarlegum peðum, ræðst gegn heimsvaldariddurum og samúræjabiskupum, hvítum kóng til bjargar. Göfugt og ljóðrænt. En er hvítur kóngur í raun hvítur en ekki grár, jafnvel svartur. Erum við ekki að gleyma því að maðurinn er geðveikur. Hann er gyðingahatari og rasisti. Hann hefur enga stjórn á sjálfum sér og brennir allr býr sér að baki. Japanir gerðu það sama fyrir hann og við bjóðum núna og þrátt fyrir ótrúlega þolinmæði á hún, eins og flest annað, sér takmörk. Þeir sem vinna við að fá Bobby hingað viðurkenna að á endanum muni þetta að öllum líkindum gerast hér líka.
Ég veit ekki af hverju við vinnum sérstaklega í því að fá geðveikan mann inní landið. Við getum ekki einu sinni séð sómasamlega um þá landa okkar sem þjást af geðsjúkdómum. Fullt af fólki fær ekki þá ummönnun og aðhlynningu sem það þarf á að halda sökum fjármagnsleysis. Er ekki eitthvað athugavert við þessa mynd?
Í forystu þessa verkefnis, þ.e. að fá Fisher til Íslands, eru forystumenn skákmenningar á Íslandi. Ég skil það ekki alveg vegna þess að Fisher er löngu hættur að tefla. Hann spilar einungis eitthvert sérstakt afbrygði tafls sem hann fann upp sjálfur! Þetta vill hann kenna öllum og leysa hefðbundna skák af hólmi. Nærtækasta samlíkingin í mínum huga er maðurinn sem stoppaði mig fyrir utan bandaríska sendiráðið og sagði mér allt um nýja tónkerfið hans sem var öllu fremra. Hann samdi víst betri tónlist en Bach og Mozart með þessu kerfi. Hann ætlaði að frumflytja verk sitt eftir viku en lengra komst hann ekki. Lögreglan kom og tók hann uppí. Hann hafði víst strokið af Kleppi.
Mér fannst nóg komið þegar ég heyrði það í fréttum að við ætluðum að bjóða honum ríkisborgararétt og það á met tíma! Hvað er að gerast? Það er fullt af fólki hér sem lært hefur íslensku, unnið hér í fjölda ára og verið sér og sínum til sóma en samt fær það ekki ríkisborgararétt. Það er engu líkara en aðeins íþróttamenn fái blátt vegabréf með gylltu Íslandi. Hver man ekki eftir Duranona? Og Garcia? Og hvar eru þeir núna? Ekki á Íslandi og ekki í útlöndum með íslenska landsliðinu.
Þú ert velkomin til Íslands Bobby minn. En okki búast við mér við rauða dregilinn á flugvellinum með íslenska fánann í annari hendi og vegabréfið í hinni.

|

janúar 17, 2005

Menning eða ómenning?

Íslendingar eru manna duglegastir, hlutfallslega að sjálfsögðu, að eyða opinberu fé í menningarmál. Í samanburði við okkar elskulegu nágranna, norðurlandaþjóðirnar, gefum við mest út af bókum, förum lang oftast í bíó, förum oftast í leikhús en erum lélegir í að fá bækur lánaðar á bókasafni. Og allt er þetta rískisstyrkt. Þetta hefði mig aldrei grunað. Við erum menningarleg eftir allt saman. Af hverju erum við svona dugleg menningarlega og af hverju erum við svona dugleg að styrkja eitthvað sem ekki gengur upp fjáhagslega?
Ein kenningin er sú að sökum alþjóðavæðingar verði smærri þjóðir að eyða meira af opinberu fé í að verja eigin menningu og tungu. Það er rakið mál að íslensk bíómynd sem nær augum og eyrum 2% íslendinga skylar ekki miklum hagnaði en sambærileg sókn í Danmörku er allt annar handleggur. Í stærri ríkjum er hægt að halda úti slíkri starfsemi án styrkja en hér heima er slíkt nær ómögulegt án ríkisafskipta. Er eitthvað liststarf sem ekki fær styrk af neinum toga á Íslandi? Örugglega, en það fer ekki mikið fyrir henni.
Þetta er einn anginn sem kapítalisminn gleymdi að gera ráð fyrir. Fólk hugsar ekki bara um peninga og að lifa af, heldur hafa eitthvað að gera við þessa peninga. Okkur er annt um heimahagana og menninguna, og með okkur á ég ekki bara við íslendinga heldur allar þjóðir. Það er stundum eins og hagfræðin gleymi þessu. Við erum ekki hugsunalausar vélar, eins og haldið er fram í líffræði.
Já menning og markaður er skemmtilegt fag. Nú er bara að vona að drottnarar líffræðiskorar sjá sér um hönd og leifi mér að stunda þennan kúrs sem svo sannarlega tengist líffræðinni afar lítið.

|

janúar 13, 2005

Aftur af stað

Krossfarinn er lagður af stað aftur. Eftir hina heilögu jólahátíð, sem að mestu fór í óguðdómlegt hangs og vitleysu, reyri ég skóþveng minn á ný og held af stað á mót rísandi sólu. Það er búin að vera óttaleg lágdeiða undanfarið. Það er engu líkara en mamma hafi laumað valíum í jólasteikina til að halda öllum rólegum um jólin. Ég vona að hún geri það ekki að vana sínum því ég þarf að flytja heim um stundar sakir. Heim í heiðardalinn, heim í sveitina. Það er vissulega ákveðið skref afturábak og kann að hamla krossförinni nokkuð en hafa ber í huga að hver vegur að heiman er vegurinn heim, sem er frekar ömurlegt þegar maður er að reyna að komast að heiman.

|

janúar 09, 2005

Húsnæðisleysi

Ég er í smá vandræðum. Mig vanntar húsnæði. Ég þarf að fara af stúdentagörðunum 15. jan. og hef ekkert að fara nema heim. Það er ekki mjög físlilegur kostur. Vandamálið er að ég ætla mér að vera í útlöndum í sumar og get því ekki verið að legja þá. Mig vantar því íbúð/herbergi til apríl/maí. Er einhver sem getur aðstoðað mig við það?

|