Aftur af stað
Krossfarinn er lagður af stað aftur. Eftir hina heilögu jólahátíð, sem að mestu fór í óguðdómlegt hangs og vitleysu, reyri ég skóþveng minn á ný og held af stað á mót rísandi sólu. Það er búin að vera óttaleg lágdeiða undanfarið. Það er engu líkara en mamma hafi laumað valíum í jólasteikina til að halda öllum rólegum um jólin. Ég vona að hún geri það ekki að vana sínum því ég þarf að flytja heim um stundar sakir. Heim í heiðardalinn, heim í sveitina. Það er vissulega ákveðið skref afturábak og kann að hamla krossförinni nokkuð en hafa ber í huga að hver vegur að heiman er vegurinn heim, sem er frekar ömurlegt þegar maður er að reyna að komast að heiman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home