Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

desember 17, 2004

Prófraun lokið

Ég er lifandi sönnun þess að maður þarf hvorki að eiga bækur né mæta í tíma til að ná öllum þeim prófum sem lögð eru fyrir mann. Þetta vil ég þakka þeim tveimur kostum sem ég hef í mínu vopnabúri. Límheila og hæfileikanum að bulla. Ég hef reyndar notað síðari hæfileikann töluvert meira í þessum prófum en oft áður. En ég lofa, eins og alltaf, að leggja harðar að mér á næstu önn...

Maður fékk 5 mánuða skilorðsbundinn dóm fyrir að misnota 5 ára stelpu og 150.000 í sekt. Ríkisstjórnin kaupir Sigmund teikningar fyrir 18 milljónir á meðan ungis sjálfstæðismenn vilja leggja niður listamannalaun. Rugludallinum Fischer var boðið hæli en bara ef Bandaríkjamenn vilja ekki fá hann fyrst. Já, það eru yndislega íslensk jól í uppsiglingu með nóg að skammast út í og nóg að röfla yfir.

Að lokum við ég minna á allra síðust sýningar á bestu leiksýningu á Íslandi í dag; Þú veist hvernig þetta er. Óla forseta fannst gaman, bæði Þjóð- og Borgarleikhússtjóra fannst frábært og sauðsvartur almúginn ræður sér vart fyrir kæti. Gagnrýnendur halda ekki vatni og fjölskyldumeðlimir eru sáttir.
Síðustu sýningar eru 18. og 19. des kl. 20.00 að Hólmaslóð 2. Kostar bara 1000 kall og sýningin er ekki 3 tímar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|