Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

september 26, 2007

Hvers ég sakna...

Ég sakna ekki margs frá Íslandi. Auðvitað vina og fjölskyldunnar, en ég veit að þau verða öll á sínum stað er ég kem heim.
Nei, ég sakna heitu pottanna. Hvað á maður að gera þegar maður er stífur og stressaður? Fara í heita pottinn. Hvað gerir maður í þynnkunni? Fer í heita pottinn. Hvað gerir maður þegar maður þegar ég og Torfi bróðir þurfum að ræða málin? Mikið rétt, við förum í heita pottinn.
Norsarar eru ekki með neina heita potta. Þeir eiga bara olíu en ekkert heitt vatn.

|

september 22, 2007

Þegar lífið er svo gott við mann

Þessi færsla er fyrir Kolla og aðra einlæga aðdáendur Anchorman.

Stundum leifir lífið manni að upplifa augnabliks alsælu. Í einfeldni minni upplifði ég slíkt augnablik í vikunni, reyndar sama kvöld og ég hitti Erík Hauksson. Þá átti ég í hróka samræðum við bekkjasystur mína og sagði í fullu samhengi við það sem á undan hafði gengið: "When in Rome..."
Hún horfði á mig með stóru augunum sínum, dró annað þeirra í pung, leit í kringum sig og aftur til mín, beið eins og ég væri að taka áherslupásu og svaraði svo í fullri einlægði: "When?"
Þeir sem ekki hafa séð Anchorman skilja án efa ekki gleði mína en aðrir ættu að skilja fyllilega af hverju ég hoppaði um hlæjandi eins og smástelpa. "When in Rome?" í meiningunni hvenær í Róm? var svar hennar við óvæntum viðbrögðum mínum og ekki minnkaði gleði mín við það.
Ég beið bara eftir því að hún tæki upp jassflautuna.



Fyrir þá sem ekki vita er orðatiltækið svona: "When in Rome do as the Romans do," í merkingunni að haga sér eins og aðstæður og siðir segja til um. Oftast er átt við að haga sér í samræmi við menningu staðarins sem svalið er á.

|

september 20, 2007

Hann er einn af þessum stóru...


Þar kom að því. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir heimsborgarbrag Fredrikstad. Hér býr til dæmis ekki ómerkari maður en Eiríkur Hauksson, stórsöngvari og evróvisjón-fari. Og auðvitað þefum við Íslendingarnir hvorn annan uppi eins og kanínur á fengitíma.
Þarna stóðum við Árni nýkomnir út af einni jafn leiðinlegustu leiksýningu allra tíma. Skyndilega sé ég rauðan makka út undan mér, rauðan makka sem ég kannast við. Áður en heilinn náði að bregðast við var ég búinn að kalla: "Er þetta ekki Eiríkur Hauksson?" Og viti menn, þarna var hann. Lifandi goðsögn.
Við áttum gott spjall sem endaði á því að hann sagði að ég yrði að fletta honum upp í símaskránni og við myndum fá okkur bjór við tækifæri, helst eftir sýningu í skólanum.

Í lófa mínum les ég að
lífið geti kennt mér að
ég fæ (ætti ekki að vera fái í staðinn?) aldrei nóg
af Eiríki Haukssyni.

|

september 14, 2007

Í eitt af þeim fjölmörgu skiptum sem ég og Hjalti frændi gistum hjá ömmu Ernu gekk okkur illa að sofna. Í barnslegu sakleysi okkar var Hjalti sendur út af örkinni til að fá ráð hjá ömmu og svar við spurningunni: Af hverju getum við ekki sofnað?
Hjalti kom aftur með svarið: "Við eigum að hætta að tala og hlæja svona mikið og þá sofnum við." Þetta fannst okkur tóm vitleysa.
Nú er amma Erna sofnuð og hlær víst ekki meira í þessu lífi, þó svo hún sé örugglega hlæjandi hvar sem hún er niðurkomin núna. Hún lést eftir langvarandi veikindi í vikunni og fær nú loksins sálarró eftir langa baráttu við Alzheimer.

|

september 12, 2007

Leti dagsins i dag

Lengst-til-vinstri-flokkurinn i Noregi, sem tapadi i nyyfirstodnum sveitastjornakosningum, vildi sex tima vinnudag fyrir alla. Leti, hugsadi eg tho svo ad hugmyndin um styttri vinnudag vaeri vissulega heillandi.

Skyldu their sem unnu fjortan tima a dag i kolanamum fyrir hundrad og fimmtiu arum lita a atta tima vinnudag med matarhlei sem leti?

Thad er akvedin utopia ad enginn thurfi ad vinna, eda i versta falli ad vinna mjog litid. En skyldi folki ekki fara ad leidast fljotlega? Thad vaeri haegt ad skapa list en thad eru ekki allir listraenir og morgum finnst thad hundleidinlegt. Thad vaeri haegt ad nota timann i ahugamalin, en thegar thau endast allan daginn haetta thau ad vera eiginleg ahugamal. Ekki nenni eg ad veida allan daginn alla daga.

Svo eru thad their/thaer sem eru svo heppnir (og snjallir)/heppnar (snjallar) ad ahugamalid er lika vinnan og ofugt.

|

september 04, 2007

Grillpartý

Já, og við héldum grillpartý í mígandi rigningu og skíta kulda. Ég hef aldrei séð jafn mikinn dans í einu partýi og ég hef aldrei orðið vitni að annari eins rífandi lukku og midi-karókíið gerði.

Fullt hús er forsenda góðs partýs.


Við erum með fullt af gestakennurum við skólann. Sérstaklega þegar kemur að líkamsþjálfun. Þar ber hæst daskennarinn sem er svo orfvirk að þegar hún talar er hún byrjuð á næsta orði áður en hún klárar það sem á undan kemur. Úr verður einhvers konar furðuleg banda af norsku og ensku, neska.
Annar mikill snillingur er "mind and body" kennarinn sem lítur út eins og eins og klipptur út úr 80' erobikk myndbandi. Tónlistin er í stíl en útkoman er, undarlegt en satt, eitthvað sem hægt er að læra af.

Skólinn snýst nefnilega svolítið mikið um að læra hluti og það er ótrúlegt hvað ég er búinn að læra mikið á einni viku.

|

september 01, 2007

Pan-skandínavískir menningaárekstrar

Í lok hvers mánaðar spjallar hver og einn nemandi við yfirmann deildar sinnar um hvernig námið gangi. Þá er nemendum einnig bent á hvað þeir séu að gera rétt og hvað megi bæta. Í dag voru fyrstu slíku fundirnir og virðast kennararnir vera almennt ánægðir með mig. Nema ég þarf að teygja. Alla daga og alltaf. Þau lögðu mikla áherslu að ég teygði því þrátt fyrir að ég sé ekki stirðasti maður í heimi lít ég út eins og viðarplanki við hliðina á öllum dönsurunum.

Svo lenti ég í fyrsta skandínavíska menningarárekstrinum mínum. Við vorum að vinna verkefni, ég og tveir aðrir leikaranemar og tveir sviðsmyndanemar. Við áttum að gera lítinn performans og búa til litla sviðsmynd með örfáum hlutum. Við vorum í svörtu leikhúsi, blackboxi, en notuðum bakvegg. Á honum voru tveir sjúkrakassar, stórt rautt veggspjald með öryggisreglum og slökkvitæki. Það var lítið mál að hylja veggspjaldið með öðru svörtu spjaldi. Þegar kom að því að færa sjúkrakassana og slökkvitækið var leikfélögum mínum hinsvegar nóg boðið.
Samkvæmt skandínavíska analismanum mátti ekki taka töskurnar niður af veggnum og fær þær hálfan metra. Í staðinn var farið í flóknar framkvæmdir að draga tjald til og fela kassana. Gott og vel. Það var hinsvegar engin leið að fela slökkvitækið.
Það var heldur engin leið að sannfæra aðra meðlimi hópsins að færa slökkvitækið. Ekki einn metra. Það var eins það að taka öndunarvél ungabarns úr sambandi.
Loksins eftir mikið þras fékk ég að færa slökkvitækið en ekki fyrr en ég var búinn að lofa að ef eitthvað kæmi uppá, viðvörunarkerfi færi í gang eða það kviknaði í húsinu, myndi ég hlaupa um leið að slökkvitækinu, taka það upp og fara með á sinn stað. Þá áttaði fólk sig á því að metri til eða frá skipti kannski ekki öllu máli.

|