Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

september 26, 2007

Hvers ég sakna...

Ég sakna ekki margs frá Íslandi. Auðvitað vina og fjölskyldunnar, en ég veit að þau verða öll á sínum stað er ég kem heim.
Nei, ég sakna heitu pottanna. Hvað á maður að gera þegar maður er stífur og stressaður? Fara í heita pottinn. Hvað gerir maður í þynnkunni? Fer í heita pottinn. Hvað gerir maður þegar maður þegar ég og Torfi bróðir þurfum að ræða málin? Mikið rétt, við förum í heita pottinn.
Norsarar eru ekki með neina heita potta. Þeir eiga bara olíu en ekkert heitt vatn.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrirgefðu en hvað með okkur!!!? Saknarðu ekki okkar? Við allavegana söknum þín gríðarlega og tölum um þig nánast daglega. Við erum með svokallaða Tryggvastund, þar sem við söfnumst eftir hádegi og heiðrum kæran vin sem farinn er í víking. Kemurðu ekki áreiðanlega aftur someday?
Rut og Roald

27. september 2007 kl. 17:49  
Blogger Tryggvi hinn leikbæri said...

Jú, þið eruð vinir mínir.

27. september 2007 kl. 21:01  
Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað ég skil þig! ungverjar eru heldur ekkert mikið fyrir að vera með svona pottastemmingu... en þú veist það að þær eru ófáar skylduVesturbæjarlaugarferðirnar sem verða í sumar ;) sakna þín!

27. september 2007 kl. 21:12  

Skrifa ummæli

<< Home

|