Þegar lífið er svo gott við mann
Þessi færsla er fyrir Kolla og aðra einlæga aðdáendur Anchorman.
Stundum leifir lífið manni að upplifa augnabliks alsælu. Í einfeldni minni upplifði ég slíkt augnablik í vikunni, reyndar sama kvöld og ég hitti Erík Hauksson. Þá átti ég í hróka samræðum við bekkjasystur mína og sagði í fullu samhengi við það sem á undan hafði gengið: "When in Rome..."
Hún horfði á mig með stóru augunum sínum, dró annað þeirra í pung, leit í kringum sig og aftur til mín, beið eins og ég væri að taka áherslupásu og svaraði svo í fullri einlægði: "When?"
Þeir sem ekki hafa séð Anchorman skilja án efa ekki gleði mína en aðrir ættu að skilja fyllilega af hverju ég hoppaði um hlæjandi eins og smástelpa. "When in Rome?" í meiningunni hvenær í Róm? var svar hennar við óvæntum viðbrögðum mínum og ekki minnkaði gleði mín við það.
Ég beið bara eftir því að hún tæki upp jassflautuna.
Fyrir þá sem ekki vita er orðatiltækið svona: "When in Rome do as the Romans do," í merkingunni að haga sér eins og aðstæður og siðir segja til um. Oftast er átt við að haga sér í samræmi við menningu staðarins sem svalið er á.
3 Comments:
Hahahahaha! oh.. hvað ég vildi hafa orðið vitni af þessu! ..Sakna þín kæri vinur.
Yes... please go on!
(ok ég held að það sé komin tími á að hafa Anchorman kvöld fyrir bekkinn)
Minnir mig óneitanlega á atvik sem Sara og Benni lentu í, við afgreiðslukassa í einhverri verslun. Benni sagði við afgreiðsludrenginn að hann vissi ekki hvort það væri inneign á kortinu, en bað hann að renna því í gegn.
Drengurinn gerði það og eftir stutta stund, þegar posinn malaði eitthvað sagði hann: (á frönsku) "se-la-ví!"
B. gerði sig líklegan til að finna upp aðrar greiðsluleiðir, en þá rétti drengurinn honum posanótuna til að kvitta á......
Datt í hug að deila með þér þessari sögu.
Skrifa ummæli
<< Home