Í eitt af þeim fjölmörgu skiptum sem ég og Hjalti frændi gistum hjá ömmu Ernu gekk okkur illa að sofna. Í barnslegu sakleysi okkar var Hjalti sendur út af örkinni til að fá ráð hjá ömmu og svar við spurningunni: Af hverju getum við ekki sofnað?
Hjalti kom aftur með svarið: "Við eigum að hætta að tala og hlæja svona mikið og þá sofnum við." Þetta fannst okkur tóm vitleysa.
Nú er amma Erna sofnuð og hlær víst ekki meira í þessu lífi, þó svo hún sé örugglega hlæjandi hvar sem hún er niðurkomin núna. Hún lést eftir langvarandi veikindi í vikunni og fær nú loksins sálarró eftir langa baráttu við Alzheimer.
Krossfarinn
Ferðin til landsins helga
1 Comments:
Nú er bara amma á himnum með afa og Pavarotti að syngja íslensk ættjarðarljóð! Það getur ekki verið leiðinlegt. Mikið þykir mér nú vænt um hana ömmu mína enda er hún besta amma í heimi.
Skrifa ummæli
<< Home