Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

ágúst 29, 2007

Annar dagur að kveldi kominn

Túrbó-ofvirki danskennarinn okkar kenndi okkur frekar flókna post-móderníska dansrútínu í dag. Ég var eins og Hemmi Gunn í Taílandi: úti á þekju í tómu rugli. Þarna stóð ég með lærðum dönsurum og reyni að hreyfa mig á með reisn og muna hvaða hreyfing af þeim þúsund sem búið var að fara í gegnum kæmi næst. Ég var ekki að ná þessu en mér til mikillar ánægju var enginn að gera það.

Svo vorum við spurð hvað frelsi væri. Ég reyndi að eyða umræðunni með vandræðalegum athugasemdum.

Það sem ég lærði í dag: Hvergi eru fleiri asnar í heiminum en í Chad. Þá á ég við dýrin.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég öfunda þá sem eru með þér í liði. Það hlýtur að vera gaman hjá þeim.
Hafðu það gott,
gun.

29. ágúst 2007 kl. 02:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér konunglega sæta rassgatið þitt... Komum fylktu liði til Friðrikstaða einn daginn og þæ fæ ég kannski bara að setjast á tröppurnar hjá þér ;) bryndís biður að heilsa þér líka.
Knús rut

29. ágúst 2007 kl. 13:36  
Blogger Unknown said...

Dansa, hvað er betra en að dansa?

29. ágúst 2007 kl. 22:24  
Blogger Unknown said...

Isss...það er ekkert mála að dansa! Nútímadans er samt kannski eitthvað sem þú lærir á einum degi ;)

31. ágúst 2007 kl. 15:41  

Skrifa ummæli

<< Home

|