Stúdentar í pólitík pólitíkurinnar vegna
Stúdentapólitík er furðuleg tík. Röskva viðurkennir tengsl sín við vinstri flokka í ,,fullorðins" pólitíkinni en virðist skemmast sín fyrir þau. Vaka neitar öllum ásökunum um tengsl, sem er svipað og ef Davíð Oddsson neitaði tengslum við sjálfstæðisflokkinn. Háskólalistinn virðist bara vera á móti hinum og vilja breita kerfinu og Alþýðulistinn stendur fyrir lítið annað en eyðingu sænskra nytjaskóga í formi tilgangslausra auglýsingabæklinga. Þá er það aðal spurningin hvað skal velja? Stúdentapólitíkin snýst um fólk en ekki lista og ég þekki ekkert af þessu fólki. Ef ég spyr svo þá sem sitja við kynningarborðin vita þeir ekki neitt. Þeir eru í mesta lagi í 16. sæti listans og vita ekki neitt og virðast ekki hafa neinar skoðanir! Þess vegna skila ég auðu. Mér er ekki sama en ég get ekki valið milli fólks sem öll virðast vera í einhverjum leik eða uppeldisbúðum fyrir alþingi. Það er ekkert að því að tengjast stjórnmálaarm í stúdentapólitík. Það er fullkomlega eðlilegt að fólk með svipaðar skoðanir sé í sama flokki í stúdentapólitík og það er fullkomlega eðlilegt að þetta fólk kjosi sama flokkinn í almennum kosningum. Annað væri í raun furðulegt. Baráttumál stúdenta eru vel afmörkuð og takmarkað hversu mismunandi áherslurnar geta orðið. Það sem er hinsvegar ekki eðlilegt er að fólk skammist sín fyrir þessi tengsl og viðurkenni þau ekki. Ég veit ekki hverjum get ég treyst best í stúdentaráði? Ég vona bara að Vaka vinni ekki með eins atkvæða mun...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home