Grillpartý
Já, og við héldum grillpartý í mígandi rigningu og skíta kulda. Ég hef aldrei séð jafn mikinn dans í einu partýi og ég hef aldrei orðið vitni að annari eins rífandi lukku og midi-karókíið gerði.
Fullt hús er forsenda góðs partýs.
Við erum með fullt af gestakennurum við skólann. Sérstaklega þegar kemur að líkamsþjálfun. Þar ber hæst daskennarinn sem er svo orfvirk að þegar hún talar er hún byrjuð á næsta orði áður en hún klárar það sem á undan kemur. Úr verður einhvers konar furðuleg banda af norsku og ensku, neska.
Annar mikill snillingur er "mind and body" kennarinn sem lítur út eins og eins og klipptur út úr 80' erobikk myndbandi. Tónlistin er í stíl en útkoman er, undarlegt en satt, eitthvað sem hægt er að læra af.
Skólinn snýst nefnilega svolítið mikið um að læra hluti og það er ótrúlegt hvað ég er búinn að læra mikið á einni viku.
1 Comments:
Þeir eru hressir þessir Norðmenn. Þekktir fyrir sín þrumudansspor og ómælanlegu kæti.
Skrifa ummæli
<< Home