Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

september 20, 2007

Hann er einn af þessum stóru...


Þar kom að því. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir heimsborgarbrag Fredrikstad. Hér býr til dæmis ekki ómerkari maður en Eiríkur Hauksson, stórsöngvari og evróvisjón-fari. Og auðvitað þefum við Íslendingarnir hvorn annan uppi eins og kanínur á fengitíma.
Þarna stóðum við Árni nýkomnir út af einni jafn leiðinlegustu leiksýningu allra tíma. Skyndilega sé ég rauðan makka út undan mér, rauðan makka sem ég kannast við. Áður en heilinn náði að bregðast við var ég búinn að kalla: "Er þetta ekki Eiríkur Hauksson?" Og viti menn, þarna var hann. Lifandi goðsögn.
Við áttum gott spjall sem endaði á því að hann sagði að ég yrði að fletta honum upp í símaskránni og við myndum fá okkur bjór við tækifæri, helst eftir sýningu í skólanum.

Í lófa mínum les ég að
lífið geti kennt mér að
ég fæ (ætti ekki að vera fái í staðinn?) aldrei nóg
af Eiríki Haukssyni.

2 Comments:

Blogger Hrafnhildur said...

Hreinasta snilld alveg hreint! Spurðu hann endilega út í austantjalds-mafíuna og hvort hann sé til í að syngja Gaggó vest með þér! Annars, takk fyrir síðast, det var dejligt/sjovt/trevligt/roligt

20. september 2007 kl. 00:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Viltu hringja í Rauða Ljónið og segja honum að Ronja, einlægur 4ra ára aðdáandi hans biðji að heilsa honum. Hún hefur beðið ítrekað um að fá að hitta hann, svo það væri ekki verra efa hann heimsækti hana þegar hann kemur næst til Íslands. Takk bless.

29. september 2007 kl. 04:43  

Skrifa ummæli

<< Home

|