Íslendingar eru manna duglegastir, hlutfallslega að sjálfsögðu, að eyða opinberu fé í menningarmál. Í samanburði við okkar elskulegu nágranna, norðurlandaþjóðirnar, gefum við mest út af bókum, förum lang oftast í bíó, förum oftast í leikhús en erum lélegir í að fá bækur lánaðar á bókasafni. Og allt er þetta rískisstyrkt. Þetta hefði mig aldrei grunað. Við erum menningarleg eftir allt saman. Af hverju erum við svona dugleg menningarlega og af hverju erum við svona dugleg að styrkja eitthvað sem ekki gengur upp fjáhagslega?
Ein kenningin er sú að sökum alþjóðavæðingar verði smærri þjóðir að eyða meira af opinberu fé í að verja eigin menningu og tungu. Það er rakið mál að íslensk bíómynd sem nær augum og eyrum 2% íslendinga skylar ekki miklum hagnaði en sambærileg sókn í Danmörku er allt annar handleggur. Í stærri ríkjum er hægt að halda úti slíkri starfsemi án styrkja en hér heima er slíkt nær ómögulegt án ríkisafskipta. Er eitthvað liststarf sem ekki fær styrk af neinum toga á Íslandi? Örugglega, en það fer ekki mikið fyrir henni.
Þetta er einn anginn sem kapítalisminn gleymdi að gera ráð fyrir. Fólk hugsar ekki bara um peninga og að lifa af, heldur hafa eitthvað að gera við þessa peninga. Okkur er annt um heimahagana og menninguna, og með okkur á ég ekki bara við íslendinga heldur allar þjóðir. Það er stundum eins og hagfræðin gleymi þessu. Við erum ekki hugsunalausar vélar, eins og haldið er fram í líffræði.
Já menning og markaður er skemmtilegt fag. Nú er bara að vona að drottnarar líffræðiskorar sjá sér um hönd og leifi mér að stunda þennan kúrs sem svo sannarlega tengist líffræðinni afar lítið.