Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

mars 27, 2008

Inntökupróf

Nú standa yfir inntökupróf í leiklistadeild Listaháskóla Íslands. Mikið er ég feginn að vera ekki í þeim sporum að láta dæma mig af þremur einstaklingum sem ég þekki ekki neitt en hafa samt allt um framtíð mína að segja.
All var þá er þrennt var fyrir mig svo þeir sem nú skjálfa á beinunum og bíða næsta þreps prófanna eiga alla mína samúð.

Gangi ykkur öllum vel, en vinum mínum betur.

|

mars 19, 2008

Tíbet og Kína


Nú eru óeirðir í Tíbet og tíbetskir andófsmenn á hestbaki þeysa um gresjur og stræti og draga tíbetska fánann að húni hvar sem hægt er að koma honum upp fyrir tvo metrana. Dalai Lama biður sitt fólk um að róa sig á meðan kínversk stjórnvöld segja hann standa að baki skarkalanum.
Tíbet hefur verið partur af Kínaverska lýðveldinu síðan 1949, að mig minnir. Síðan þá hefur barátta þjóðarinnar fyrir auknu frelsi og varðveislu menningar sinnar orðið að einhverskonar holdgervingu baráttu litla mannsins við stóra vonda kommúnistann, enda illa farið með þjóðina. En vandamálið er að staðan er ekki svo svart hvít.
Áður en Mao skipaði svo fyrir að Tíbet skyldi "frelsað" réðu munkaklaustrin ríkjum. Veldi þeirra má líkja við veldi evrópskra konunga og lénsherra á miðöldum (feudalism, þýðing óskast). Klaustrin og þeir sem tilheyrðu þeim höfðu einkarétt á menntun og þekkingu. Klaustrin áttu allt land og þurftu lénsbændur að borga dýra leigu. Þegar Kínverjarnir komu má því segja að þjóðin hafi skipt einum einræðisherranum út fyrir annan.
Kínverjar eru engir englar, en það er eins og enn leifi af gömlu Austur-Vestur grýlunni í viðhorfum okkar. Kommúnistarnir eru illir og stunda mannréttindabrot eins og við stundum fiskveiðar. Það er satt því það kemur fram í fjölmiðlum. Í sjónvarpsfréttum áðan var talað um Kína og mannréttindabrot þeirra. Talað var um aftökur, pyntingar og réttarkerfi í molum. Ekki var talað um aftökur, pyntingar og réttarkerfi sem oft hefur brugðist í frétt (sem flutt var sama kvöld) um árangur, eða skort á árangri, Bandaríkjanna í Írak.
Heimurinn er ekki svart-hvítur en það er auðvelt að draga úr litunum þangað til ekkert stendur eftir nema gott og vont, hægri og vinstri. Það er svo miklu þægilegra, sérstaklega þegar aðrir sjá um að gera það fyrir mann. Verst er að litirnir koma alltaf upp á yfirborðið aftur.
Ætli Kínverjar fari ekki að kalla tíbetska andófsmenn hryðjuverkamenn innan tíðar...

|

mars 06, 2008

Rikasti madur i heimi


Hann Warren Buffett er rikasti madur i heimi samkvæmt Forbes. Ef hann gengi fram hja ther a Laugaveginum myndir thu halda ad hann ætti 62 milljarda dala?

|

mars 02, 2008

Afsakið! Afsakið!


Ég gerði mér ekki grein fyrir því að einhver væri virkilega að lesa bloggið mitt. En ég er hér til að þjóna svo gjörið svo vel:

Stundum er maður heppinn, og stundum er maður óheppinn. Síðasta föstudag var ég óheppinn. Eftir mikið streð og endalausa forritun var komið að því að ég og Ingo bekkjafélagi minn sýndum afrakstur námskeiðs þar sem okkur var kennt að mynda, klippa og notast við myndvarpa og sjónvörp á sviði. Þar sem ég hef allt of hátt sjálfsálit og óhóflega mikinn metnað (eins og Ingo) ákváðum við að hnýta bagga okkar ekki sömu hnútum og samferðamenn okkar. Þess í stað notuðum við franska rennilása. Afskaplega þægilegt en mjög óáreiðanlegt.
Við ákváðum að setja mig á svið, hafa tvo skjái sitt hvorum megin við mig þar sem "live-feed" af mér væri í gangi þar sem bætt væri á mig vængjum og ég settur í mismunandi bakgrunn. Svo ætluðum við að taka upp "live-feed" og spila það í hringi svo allt í einu væri ég að gera eitthvað allt annað en myndirnar og svo framvegis (ég um mig frá mér til mín). Ég lék þrjá mismunandi persónur og allt eftir því hvernið ég snéri þá snéri bara ein mynd (eða ég sjálfur) fram í áhorfendasalinn. Ingo ætlaði að skratza hljóðið og myndina og leika sér með tæknina fram og til baka. Hljómar flókið, enda er það það.
Til að setja á mig vængi þarf mikla forritun og þar sem tæknihlið skólans er í öruggum höndum pönk-rokkarans/alkahólistans/útigangsmannsins/sjónræns listamannsins Ulf, var það hægara sagt en gert. Forritið sem við notuðum var bara til í endanlegri útgáfu á einni bilaðri tölvu, svo við notuðum prufu-útgáfu sem ekki var hægt að vista í.

Tölvan fraus í sjötta skiptið fimm mínútum fyrir sýninguna. Í hvert skipti misstum við alla forritunina, sem tók um 2-3 tíma að framkvæma. Allt sem eftir stóð var ég í hvítum leðurjakka og eitt sjónvarp með talandi merði.
En sýningin heldur áfram svo ég fór á svið og framkvæmdi performanse sem kallaðist ,,Minning um performance" og var honum almennt vel tekið.
Ég er hinsvegar ennþá í sárum því þarna tel ég eina tækifæri mitt að leika vængjaðan prins í hvítum leðurjakka, hvítum buxum og hvítum leðurskóm hafi horfið á vit fortíðarinnar. En í staðinn fékk ég einn innilegasta hlátur lífs míns þegar ég sá svipinn á Ingo þegar tölvan fraus.

|