Snjóbretti
Síðustu helgi fór ég á bretti. Tók ferjuna yfir Óslófjörðinn og keyrði til Kongsberg. Skíðasvæðið þar er eins og Bláfjöll nema með fullt af trjám og auðvitað fullt af Norðmönnum. Ef einhver veltir því fyrir sér hvað það þýðir þá er svarið að þegar maður kemur upp á topp fjallsins sér maður fólk sem búið er að safna ssman spreki og kveikja eld til að hita "laps-" kássuna sína. Svo eru líka allir á gönguskíðum að "telemarkst" niður brekkurnar. Þeir skella 3 ára kornabörnum hiklaust á gönguskíðin og ýta þeim niður brekkurnar.
Þrátt fyrir ýmiss minniháttar meiðsli var svo gaman að nú er búið að skipuleggja brettaferð til Slóveníu í páskafríinu.
Og, nei. Myndin er ekki af mér.