Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

desember 13, 2007

Heimkoma

Ég kem heim í kærkomið jólafrí 18 desember.
Sjáumst þá.

|

desember 09, 2007

Samar og andarnir þeirra


Ég hitti Sama í gær sem vinnur við það að joika. Að joika er að syngja sama-lög sem byggjast upp á nótum og hljóðum en fáum orðum. Hann joikaði fyrir mig og það er ótrúlegt hversu dáleiðandi þessi tónlist er.
Hann sagði mér líka frá andatrú Sama og að hann legði stund á hana af miklum krafti. Svo gerði hann sérstakt joik yfir mér til að komast að því hvaða dýra-andar byggju í mér. Hann sagði mér að í mér byggi andi úlfsins (auðvitað) og annar minna áberandi andi dýrsins wolverine (veit ekki hvað það er á íslensku). Ég er sem sagt mest töff í heimi.

|