Kominn aftur til Noregs
Nú er ég búinn með Kaíró, búinn með Fréttablðið og búinn með sýninguna mína. Kominn aftur til Noregs og byrjaður að dansa og var að horfa á Íslendinga tapa úrslitaleiknum á ólympíuleikunum. Svekkjandi að spila illa í úrslitaleik en frábær árangur engu að síður.
Það er skrítið að verða svona æstur yfir handbolta um leið og maður þarf að útskýra reglurnar fyrir öllum í kringum mann. Svo er handbolti líka kvennaíþrótt hér í Noregi svo ekki hjálpar það. Þeir eru svo vitlausir þessir Norðmenn. Handbolti er alveg glataður þangað til kvennaliðið þeirra vinnur gull og þá er hann snilldar íþrótt.