Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

ágúst 24, 2008

Kominn aftur til Noregs

Nú er ég búinn með Kaíró, búinn með Fréttablðið og búinn með sýninguna mína. Kominn aftur til Noregs og byrjaður að dansa og var að horfa á Íslendinga tapa úrslitaleiknum á ólympíuleikunum. Svekkjandi að spila illa í úrslitaleik en frábær árangur engu að síður.
Það er skrítið að verða svona æstur yfir handbolta um leið og maður þarf að útskýra reglurnar fyrir öllum í kringum mann. Svo er handbolti líka kvennaíþrótt hér í Noregi svo ekki hjálpar það. Þeir eru svo vitlausir þessir Norðmenn. Handbolti er alveg glataður þangað til kvennaliðið þeirra vinnur gull og þá er hann snilldar íþrótt.

|