Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

maí 31, 2008

Iphigenia 2.0


Mér finnst merkilegt hvað sömu verkin eru sett upp aftur og aftur í leikhúsunum. Þá á ég við klassísk verk sem einhverra hluta vegna verða að vera á fjölunum með reglulegu millibili svo heimurinn gleymi þeim ekki. Shakespeare, Théckov og Ibsen. Þetta er sérstaklega slæmt hérna í Noregi þar sem stóru leikhúsin, með þjóðleikhúsið í broddi fylkingar, sýna ekkert sem ekki hefur sannað sig áður. Á tólf árum hefur þjóðleikhúsið að ég held frumsýnt þrjú ný norsk verk, þar af tvö eftir Jon Fosse sem er einn af stærstu leikritahöfundunum í dag. Ég þakka Guði fyrir að íslensk leikhús séu ekki jafn lokuð lifandi samlöndum sínum.
Þegar leikritara-snillingar koma fram á sjónarsviðið eru þeir oftar en ekki andsvar við ríkjandi stefnu. Þeir koma með nýjar hugmyndir, brjóta upp formið og hundsa reglurnar. Þetta gerist ekki með því að setja Pétur Gaut upp í 32. skiptið. Vissulega getur sýningin verið góðra gjalda verð, en hún verður lítið annað en endurgerð í skemmtanaskyni.

Ástæðan fyrir að þetta er ofarlega í huga mér nú er að bekkurinn minn er að setja upp gríska harmleikinn Iphigena. Reyndar er um nútímaútgáfu að ræða, nýtt verk byggt á upprunalega harmleiknum, og fátt stendur eftir úr 2.500 ára gömlu útgáfunni. Engu að síður þá finnst mér skrítið að gera ekki bara nýtt verk frá grunni og sækja innblástur í gamla verkið. En þá væri þetta líklegast ekki "alvöru harmleikur".

En hverjum er ekki sama. Ég fæ að tæma úr 9 mm púðurskotabyssu í pínulitlu leikhúsi. Við erum að tala um skilgreiningu á HÁVAÐA!

|

maí 17, 2008

How awkward

“Connecting a lie to a place that hasn’t happened is a sport fitting for that fat emperor,” the disgruntled policeman says to me as I bleed to death on the sidewalk. I don’t mind that. It’s my own fault. I should never have treated her that way.
I don’t mind that.
But I do mind the red shoe sticking out of his eye. It makes me uneasy, and I don’t want to die uneasy. So I kindly ask him to remove it.
There is no response and at that moment I realize that it is him, not me, that is dying.

How awkward.

After all he was just trying to help. But I guess the emperorr didn’t like being called fat. No one likes to be called fat.
So I pick up my coat and say my good byes to the bartender.
It is when I get out that I meet him. I try to tell him that I never meant to say those things to her and do those things to her. And then I bleed to death and the policeman makes the inappropriate remark that costs him his life. But that had all happened before.
I am stuck in a circle because I lied in a place that had not happened. But one thing is for sure. I am not fat.

|

maí 08, 2008

Alvarleg slys

FL Group tapaði 47,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hvernig er hægt að tapa svona miklum peningum? Og ef einhver á svona mikla peninga, af hverju hættir hann ekki að braska og kaupir sér þotu, smókíng og hitabeltiseyju og fer á ball?
,,Það er vegna þess að þetta er þeirra líf, þeirra útrás og þeirra spenna," kunna einhverjir að svara. Geta þeir þá ekki alveg eins spilað Lúdó og lagt undir 5 milljarða í hvert skipti?

Og úr einu yfir í annað. Í dag var gengið gegn slysum á Íslandi til þess að (tekið beint af mbl.is): ,,[...] vekja almenning til umhugsunar hve slys geta haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar."
Vá. Það þurfti heila göngu til þess að minna okkur á það. Frábært framtak, en örlítið misheppnað orðalag.

|

maí 06, 2008

Góðar stundir - ekki svo góðar stundir

Það er meira hvað maður getur átt margar mömmur allt í einu. En ætli það sé ekki merki um ást þegar nöldrað er í manni þannig að ég get lítið annað en skammast mín fyrir leti mína.
Til að reyna að bæta ykkur þetta upp ætla ég að stikla á stóru og segja frá því sem á daga mína hefur drifið síðustu vikur (og jafnvel mánuði) í ótrúlega sjálfhverfum og leiðinlegum annál:
Ég hitti rosa sæta stelpu og hvarf inn í dularfulla svarthol sambanda.
Ég fór að hætta að nenna að gera það sem kennararnir sögðu mér að gera og fór að ganga miklu betur í skólanum.
Ég kóperaði tússmálverk sem Robert Wilson gerði fyrir skólann og hangir í anddyrinu. Ég setti málverkið mitt yfir hans og enginn tók eftir því í 10 daga. Svo var það rifið niður af stjórn skólans.
Við buðum öllum leiklistanemendum í Noregi í heimsókn og héldum partý og sýndum hvað við vorum að gera og sáum hvað aðrir voru að gera. Við unnum, engin spurning.
Ég sótti um skiptinám í Glasgow.
Ég gerði gjörning um Harry, barþjóninn á fínasta barnum í bænum. Hann er frá Singapúr og hefur verið barþjónn í 22 ár. Gjörningnum var almennt vel tekið, nema hvað kennarinn reif blaðsíðuna sem hann hélt á í búta á meðan hann horfði til skiptis á mig og gólfið.
Ég fór til Berlínar og uppgötvaði að heimurinn er ekki horfinn, hann sést bara ekki frá Fredrikstad. Þar uppgötvaði ég líka að sálfræði-drama-leikhús er dautt. Einhver þarf að segja Íslendingum það, Jón Páll þarf aðstoð.
Ég skreið aftur upp úr svartholinu.
Nú erum við að vinna grískan harmleik, mér til mikils ama. Þrátt fyrir að um poppaða nútímavæðingu sé að ræða þá hef ég mínar efasemdir. Er ekki búið að segja þessar sögur nógu oft? En ég hef fulla trú á leikstjóranum þannig að þetta gæti orðið eitthvað gott. Frumsýnt 7. júní, áhugasamir velkomnir.
Er að ákveða hvert á að fara í mánuð er skólanum líkur um miðjan júní. Einhverjar uppástungur?
Já, og kötturinn sem var alltaf í íbúðinni minni dó. Nágrannarnir kvörtuðu (eins og norsurum er tamt) og leigusalinn (hann átti köttinn) lét svæfa hann. Köttinn, ekki nágrannann.

Ég vona að þetta svali forvitni ykkar, kannski að næsta pistils verði ekki jafn lengi að bíða og þessa og kannski að hann verði ögn meira spennandi.

Þangað til, góðar stundir.

|