Af karlmennsku og friðarsúlum
Ég er í fríi núna í skólanum. Það er svokölluð heimavika og þá fara allir heim til sín að kyssa og kjamsa fjölskylduna. Það er að segja allir nema við villuráfandi sauðirnir sem hafa ekki efni á að fara heim eða eiga ekkert annað heimili.
En við nýtum tímann vel. Ég hef til dæmis aldrei upplifað aðra eins karlmennsku og í gærmorgunn þegar ég og Ingo, hinn snoðaði bóhemistinn, settum upp lítinn lyftingasal í kjallara skólans. Lítið ljós, stór tæki og engar leiðbeiningar. Nú auglýsi ég einungis eftir gömlum plaggötum af Jóni Páli eða Rambó til að setja upp á veggina.
Mér fannst þessi gjörningur okkar skemmtilegur og í fúlustu alvöru þá fann ég fyrir einhverskonar karlmennskuelementi. Málið er hinsvegar að ég gat ekki notið þess almennilega. Skólastýran okkar er mikill femínisti og í hverri viku lætur hún okkur lesa eina fræðigrein og svo er fyrirlestur/umræðutími. Umræðuefnið er alltaf femínismi út frá hinum og þessum, Freud, Foucault og fleiri góðum félögum þeirra. Allt saman voða áhugavert og uppfræðandi en þegar maður sér hversu mikið af hlutverkaskiptingu kynjanna, og þá er ég ekki að tala um þú heima ég vinna, er heimskuleg. Ég vil ekki vita það. Ég vil bara halda áfram í minni blindni og algleymi að vera maskúlinisti. Ég vil vera karlmaður sem finnst voða gaman að vera karlmaður sem er öðruvísi en að vera kvenmaður, en finnsat allt í lagi að kvenmenn séu eins og þeir vilji.
Vígsla friðarsúlunnar fer fram í Viðey í dag. Í beinu framhaldi að femínista-umræðunni mætti færa rök fyrir því að Ono sé að reysa fallusartákn fyrir fallinn eiginmann sinn. Eins konar friðar-fallus.
Ég vildi óska þess að ég gæti orðið vitni að athöfninni. Það er nefnilega eitthvað við það þegar fræga og ríka fólkið gerir eitthvað ótrúlega heimskulegt að vel hugsuðu ráði...
1 Comments:
Þetta er eitthvað kharma, þetta með þig og feminismann, ha? Gast flúið mig en ekki skólastýruna;)
Osló kúl annars? Verður að láta mig vita næst, þá skal ég senda þér lista yfir what to do when in town og láta eitthvað funk lið taka á móti þér... við söknum þín. Masse masse masse.
Skrifa ummæli
<< Home