Radiohead
Halaði niður nýjustu Radiohead plötunni. Það er hægt að gera fríkeypis á www.radiohead.com, það er að segja maður borgar það sem maður vill fyrir plötuna.
Vissulega gamlar fréttir en mikil snilld engu að síður. Sérstaklega þar sem ég las að meðlimir Radiohead væru búnir að græða miklu meira á þessu fyrirkomulagi en ef þeir hefðu selt plötuna í búð gegnum útgáfufyrirtæki.
Ég borgaði 5 pund fyri hana. Hún er vel 5 punda virði. Áfram Radiohead.
1 Comments:
Ég heyrði að flestir borguðu einmitt ekki fyrir hana (60%). Það kom mér frekar á óvart. Þeir sem borguðu svo eitthvað á annað borð áttu svo að hafa lagt út fyrir að meðaltali einu pundi. Rosalega er gaman að heyra að ég hef rangt fyrir mér! Mér finnst þetta alveg stórkostleg hugmynd.
Skrifa ummæli
<< Home