Norsarar
Nú ætla ég að segja eitthvað gott um Norsara. Þeir stoppa alltaf, og þá meina ég alltaf og þó svo þeir þurfi að negla niður og rífa upp malbikið, við gangbrautir. Sé maður í námd við eina slíka munu þeir stoppa.
Annars átti ég frábæran sunnudag í Ósló. Var farinn að halda að allt fólk á mínum aldri værið dáið vegna gróðurhúsaáhrifa en komst að því að þar er bara flutt frá Fredrisktad til Ósló. Eyddi sunnudeginum á Havaí kaffihúsi að spjalla við sænska og norska leiklistanema úr ríkisskólunum. Sá svo sýningu hjá fjórum strákum sem útskrifuðust úr skólanum mínum fyrir nokkrum árum. Frábær sýning.
Gluggaði einnig í bók eftir leikskáldið og leikstjórann David Mamet. Hann hatar method acting og líka leiklistaskóla. Það er margt sem hann hefur til síns máls, en skrif hans eru samt svolítið niðurdrepandi því þau má skilja sem svo að annað hvort sé maður góður leikari eða ekki. Maður geti lítið þjálfað það og ég held að flestir verði að vera ósammála þeirri staðhæfingu. Opnaði samt augu mín hressilega fyrir því að method acting er enginn heilagur sannleikur og hin eina rétta aðferð. Sem betur fer því það er lítil sem engin áhersla á method í skólanum mínum.
2 Comments:
jamm... method er ekki allt... okkur er þetta misjafnlega í blóð borið, en við getum þjálfað það upp eins og annað... með misjöfnum árangri.. ekki satt?!
Ánægjulegt að heyra að unga kynslóðin er ekki útdauð.. það hefði verið miður...
Eru ungir leikarar í noregi að hugsa og gera svipaða hluti og ungir íslendingar??? er þetta litrík og skemmtileg flóra þarna úti?'
ég hoppaði með systur þinni í fimleikum um daginn... hopp hopp
hafðu það gott!
hlakka til að sjá þig í jólafríinu! þarf að segja þér frá ýmsum skemmtilegum hugmyndum...
kveðja,
lítill leiklistarnemi í leifi...
og ekki neinu framhaldi af þessari umræðu, tékkaðu á þessu: http://www.youtube.com/watch?v=-WFkCjQAltc
snillid!
Skrifa ummæli
<< Home