Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

nóvember 04, 2007

Gjörningur fyrir hinn en ekki þennan

Síðastliðnar tvær vikur hafa ég og bekkjafélagar mínir verið í gjörningakúrs (performance art). Afskaplega fróðlegt og nauðsynlegt því bekkjafélagar mínir hafa algjörlega sprungið út. Ég var farinn að spyrja mig hvernig sum þeirra hefðu komist inn í skólann en þeim spurningum var öllum svarað núna á föstudaginn er við sýndum afraksturinn. En ef einhver hefur efast um af hverju ég komst inn í skólann er þeirri spurningu hins vegar enn ósvarað.

Við unnum í fjórum hópum. Einum þriggja manna, einum dúett og tveimur einstaklingsverkefnum. Ég vann einn. Þar sem ég hafði lofað sjálfum mér að gera gjörning á "Degi hinna dauðu," (sem er suður-amerísk hátíð til heiður hinum látnu) um hann Benna lenti ég í því að þurfa að gera tvo gjörninga núna á föstudaginn. Í hafði engan tíma í það og í stað þess að gera tvo lélega gjörninga, einn í kúrsinum og annan á eigin vegum, ákvað ég að steyta þeim saman í einn gjörning. Það var ekki góð ákvörðun því þeir pössuðu engan veginn saman.

Á fimmtudaginn sýndi ég bekkjafélögum mínum og kennaranum (sem líka er skólastjórinn) afraksturinn og í sem stystu máli var ég krossfestur. Ástæðurnar eru ýmsar en fyrst og fremst að maður hefði þurft að þekkja Benna til að skilja gjörninginn. Úr varð að ég hafði hálfan sólahring til að búa til nýtt verk.

Ég endaði á því að tala á sviði í 20 mínútur, sem er ekki alveg það sem er ætlast til af manni í skóal sem kennir "líkamlega leiklist." Ég fékk ekki góða dóma frá kennurunum. Aftur á móti grét helmingurinn af áhorfendunum og margir komu og föðmuðu mig eftir á. Þannig að ég tók við skömmunum frá kennurunum með bros á vör hugsandi ég hvað leiklist er ótrúlega margþætt og hvernig hún getur höfðað mismunandi til fólks. Ég veit að ég gerði eitthvað sem leiklistalega var prump, en á einhverskonar mannlegum grundvelli náði virkilega til þeirra sem þurftu á því að halda.

Ég er ánægur með það og á meðan fólk faðmar mig grátandi þá getur lista-elítan og prófessorarnir átt sig.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heir, heir!
Mynning góðs vinar er miklu meira virði en álit sitjandi dómara.

4. nóvember 2007 kl. 18:56  
Blogger Torfi said...

Oft vilja kennarar gleyma að námið snýst um nemendurna. Nemendurnir eiga sem betur fer erfitt með að gleyma því svo þú kemur án efa betur út eftir gjörninginn en fyrir. Skítt með álit annarra :)

5. nóvember 2007 kl. 14:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Thu hefdir orugglega fengid mig til ad grenja af mer andlitid... :*)

5. nóvember 2007 kl. 17:23  

Skrifa ummæli

<< Home

|