Krossfarinn

Ferðin til landsins helga

nóvember 14, 2007

Vont-gott eða gott-vont


Ég fór í bíó á sunnudagskvöldið og sá Superbad. Það var upplifun. Ég er enn að melta með mér hvort þessi mynd sé frábær eða ömurleg. Hallast frekar að fyrri kostinum. Hún er svo röng, svo pólitísk röng að það er gull fallegt. Hetjurnar eru einhverjar mestu andhetjur sem ég hef séð á hvíta tjaldinu og þegar helmingur myndarinnar er liðinn spyr maður sig af hverju maður haldi með þessum sauðum, maður veit að þeir eru aðal hetjurnar en af hverju?
Sjón er sögu ríkari. Get mælt með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman að því að spyrja sig í bíó: Hvað er að gerast?

Annars vorum við í skólanum að byrja á síðasta verkefni okkar fyrir jól. Devised verkefni um umhverfismál. Anders bekkjafélagi minn lét okkur vita af skemmtilegri staðreynd. Norðmenn eyða nægilega miklum pening í helgarfylleríið sitt til að fæða sex milljónir manna yfir helgina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|