Óþægilegur en augljós sannleikur
Þar sem við erum að gera verkefni með umhverfisástandið sem útgangspunkt settumst við bekkurinn niður í gær og horfðum á The Inconvenient truth. Al Gore fer þar mikinn til að bjarga plánetunni með staðreyndum í bland við tilfinningavellu.
Maður verður að virða manninn fyrir framtakið. Hann er augljóslega afskaplega klár því hann tekur allt það sem virkað hefur í Ameríku, píanótónlist undir myndum af fallegri náttúru, búgarðinn heima, amerísku gildin, og snýr þeim við og ræðst á þá sem hafa notað þessa tækni svo lengi. Hún er einfaldlega frábær áróðursmynd um mikilvægt málefni.
Fyrir þá sem búa hérna megin Atlantshafsins kemur fátt á óvart í myndinni og þegar hann telur upp sem helstu afrek hins vestræna heim að hafa komist til tunglsins ásamt því að hafa sigrað kommúnismann þá er ekki laust við að maður brosi út í annað.
Svo er myndin víst orðin úreld. Einhverjar staðreyndir hafa verið leiðréttar svo til dæmis í Bretlandi má ekki sýna hana í skólum án þess að minnast á þessar breytingar áður en myndin er sýnd.
Nóg um það. Það eina sem ég gat hugsað um eftir að hafa horft á myndina, skoðaða fjöldann allan af gögnum á netinu, rætt þessi mál fram og til baka í viku, er hvernig geta Húsvíkingar varið þá skammsýni sína og eigingirni að vilja fá álver?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home